Gúðrún Brá með ágætan hring í Sviss

Guðrún Brá spilaði fyrsta hringinn á VP Bank Ladies Open á 74 höggum en mótið er leikið í Sviss og er hluti af LET Access mótaröðinni.

Hún er jöfn í 48 sæti eftir fyrsta hringinn en mótið er þrír hringir. Annar hringurinn er leikinn á morgun laugardag. Guðrún fékk þrjá fugla og fimm skolla á hringnum.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment