Guðrún Brá og Valdís Þóra eru að spila á Evrópumótaröðinni en mótið er spilað á Spáni. Þær eru að spila á Sotogrande vellinum sem er með þeim betri á Spáni.

Guðrún Brá spilaði á +2 höggum yfir pari eða á 74 höggum en hún fékk fjóra fugla, fjóra skolla og einn tvöfaldan skolla. Hún er jöfn í 46 sæti eftir hringinn.

Valdís Þóra spilaði hringinn á  78 höggum eða á +6 höggum yfir pari. Hún fékk sex skolla á hringnum og er jöfn í 102 sæti.

Hér er hægt að sjá stöðuna eftir fyrsta hringinn.