Guðrún Brá með frábæran annan hring

Guðrún Brá Björgvinsdóttir spilaði frábært golf á öðrum degi á Lavaux Ladies Championship en mótið er spilað í Sviss.

Hún spilaði annan hringinn á 69 höggum og er samtals á 143 höggum eða á -1 höggi undir pari. Guðrún hefur fengið sex fugla, þrjá skolla og einn tvöfaldan skolla á hringnum.

Guðrún Brá er jöfn í 13 sæti í mótinu.

Hér er hægt að skoða stöðuna á mótinu. 

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment