Haraldur Franklín hefur spilað frábærlega á fyrstu tveimur hringjunum á Thisted Forsikring Championship en hann er á -8 höggum undir pari eftir tvo hringi og er með eins höggs forystu á næsta kylfing.

Haraldur hefur fengið einn örn, sjö fugla og einn skolla á hringjunum tveimur.

Guðmundur Ágúst er einnig með í mótinu en hann var efstur eftir fyrsta hringinn en spilaði annan hringinn á +2 höggi yfir pari en er samtals á -2 höggum undir pari fyrir lokahringinn. Hann hefur fengið níu fugla, fimm skolla og einn tvöfaldan skolla. Guðmundur er jafn í 10 sæti fyrir lokahringinn.

Axel er einnig að taka þátt í mótinu en hann spilaði hringina tvo á +8 höggum yfir pari en hann var á niðurskurðarlínunni. Hann hefur fengið fimm fugla, átta skolla, einn tvöfaldan skolla og einn þrefaldan skolla í mótinu.

Hér er hægt að skoða stöðuna í mótinu.