Guðmundur Ágúst efstur fyrir loka hringinn – Haraldur einnig ofarlega

Guðmundur Ágúst er efstur eftir tvo hringi á PGA Championship mótinu á Nordic mótaröðinni. Hann spilaði fyrstu tvo hringina á 67 höggum og er á -8 höggum undir pari og er með eins höggs forystu fyrir lokahringinn sem spilaður er á morgun. Hann hefur fengið tíu fugla og tvo skolla í mótinu.

Haraldur Franklín er ekki langt á eftir Guðmundi en hann er á -3 höggum undir pari eftir fyrsta hringinn en hann er jafn í 15 sæti. Hann hefur fengið átta fugla og fimm skolla á hringjunum.

Lokahringurinn fer fram á morgun laugardag en það er hægt að fylgjast með stöðunni hér. 

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment