Haraldur Franklín efstur fyrir lokahringinn – Axel 3 höggum á eftir

Það er sannkallaður Forskots slagur í Svíþjóð þar sem Haraldur Franklín og Axel keppast um sigurinn á Camfil Nordic Championship mótinu en Haraldur Franklín er í efsta sæti á 10 höggum undir pari en hann lék annan hringinn á 3 höggum undir pari.  Hann fékk sjö fugla og fjóra skolla á hringnum í dag en hann er með 2 högga forystu á næsta kylfing.

Axel Bóasson flaug upp töfluna í dag þegar hann spilaði á 66 höggum eða á -6 höggum undir pari en hann er á -7 höggum undir par eftir hringina tvo.

Það verður því mikil spenna á lokahringnum en þeir hefja leik um klukkan 8 á íslenskum tíma.

Hér er hægt að fylgjast með stöðunni.  

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment