Guðmundur Ágúst með góðan fyrsta hring í Austuríki

Guðmundur Ágúst er að spila á sínu fyrsta móti sem meðlimur á Challenge mótaröðinni en hann hefur sigrað á þremur mótum á Nordic mótaröðinni og þá fékk hann rétt til að spila á Challenge mótaröðinni. Guðmundur spilaði fyrsta hringinn á Euram Bank Open mótinu á -2 höggum undir pari og er jafn í 36 sæti þegar þetta er skrifað.

Guðmundur fékk fimm fugla og þrjá skolla á fyrsta hringnum en hann hefur leik á öðrum hring klukkan 12:45 í dag á íslenskum tíma.

Hér er hægt að skoða stöðuna í mótinu. 

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment