Frábær spilamennska frá Axel á KPMG mótinu

Axel Bóasson spilaði frábærlega á KPMG mótinu á Hvaleyrarvelli um helgina. Mótið er hluti af mótaröð þeirra bestu. Axel spilaði á -12 höggum undir pari (67,68 og 66) og sigraði með 10 högga mun. Hann fékk 2 erni, 13 fugla, 3 skolla og einn tvöfaldan skolla.

Hér er hægt að skoða skorið í mótinu. 

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment