Haraldur og Axel spiluðu í Danmörku

Haraldur Frnaklín og Axel Bóasson spiluðu á Esbjerg Open og spilaði Haraldur frábærlega. Haraldur endaði mótið á +1 höggi yfir pari og endaði einn í 3 sæti.

Haraldur fékk einn örn, sjö fugla og tíu skollar á hringjunum þremur. Með þessu þá er Haraldur kominn upp í 6. sætið á stigalista Nordc mótaraðarinnar en efstu 5 sætin gefa sæti á challenge mótaröðinni.

Axel spilaði ágætlega en hann endaði á +12 höggum yfir pari í 32 sæti. Hann fékk sex fugla, tíu skolla, einn tvöfaldan skolla og tvo þrefalda skolla.

Hér er hægt að skoða lokastöðuna í mótinu.  

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment