Valdís Þóra spilaði jafnt og gott golf á fyrsta stigi úrtökumótsins fyrir LPGA. Hún spilaði hringina 4 á -1 höggi undir pari. Hún lék loka hringinn á pari með frábærri spilamennsku á seinni 9 holunum. Hún komst örugglega áfram en hún var sex höggum fyrir innan niðurskurðinn fyrir annað stigið.

Valdís fékk ellefu fugla, átta skolla og einn tvöfaldan skolla á hringjunum fjórum.

Annað stigið er spilað um miðjan október en þangað til mun hún spila í Frakklandi en það hefst 19 september.