Guðmundur Ágúst í fínum málum eftir tvo hringi

Guðmundur Ágúst er að keppa á KPMG Trophy í Belgíu en mótið er partur af Challenge mótaröðinni. Guðmundur byrjaði frábærlega en hann spilaði fyrsta hringinn á 63 höggum eða á 8 höggum undir pari en hann fékk átta fugla og engan skolla. Á öðrum hringnum spilaði Guðmundur á 73 höggum en þá fékk hann fjóra fugla, fjóra skolla og einn tvöfaldan skolla.

Guðmundur er í 47 sæti eftir tvo hringi en hann spilar síðustu tvo hringina um helgina.

 

Hér er hægt að sjá skorið í mótinu. 

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment