Haraldur Franklín er einu höggi á eftir efsta sætinu á Lindbytvätten Masters en hann er á -12 höggum undir pari eftir fyrstu tvo hringina.

Það er einn hringur eftir af mótinu og Haraldur er búinn að fá einn örn, tólf fugla og tvo skolla.

Axel Bóasson komst ekki í gengum niðurskurðinn en hann var 2 höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn.

Hér er hægt að skoða stöðuna í mótinu.