Strákarnir allir áfram í Danmörku

Axel, Guðmundur og Haraldur eru allir að keppa á Race to Himmerland í Danmörku.

Mótið er það næst síðasta á keppnistímabilinu á Nordic mótaröðinni. Það er mikil spenna um hvort Haraldur Franklín nái að vinna sér inn þáttökurétt á Challenge mótaröðinni. Sem stendur er Haraldur í fjórða sæti stigalistans en hann þarf að vera meðal efstu 5 til þess að vinna sér inn þátttökurétt. Haraldur er að keppa mest við Nicolai Buchwardt Kristensen en hann er jafn Haraldi fyrir lokahringinn.

Haraldur og Guðmundur eru jafnir í 9 sæti á Race to Himmerland en síðasti hringurinn verður spilaður á morgun sunnudag.  Þeir eru á -7 höggum undir pari en eru 6 höggum á eftir efsta manni.

Axel er jafn í 28 sæti en hann á -3 höggum undir pari fyrir morgun daginn.

Hér er hægt að fylgjast með stöðunni

 

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment