Verður Guðmundur Ágúst valinn Íþróttamaður ársins í kvöld?

Guðmundur Ágúst Kristjánsson er meðal efstu 10 íþróttamanna í kjörinu á Íþróttamanni ársins árið 2019.
Tilkynnt verður í kvöld hver mun verða kosinn íþróttamaður ársins en einu sinni áður hefur kylfingur verið valinn Íþróttamaður ársins en það var Ólafía Þórunn Kristinsdóttir en það var árið 2017. Guðmundur Ágúst spilaði frábærlega á árinu 2019 en hann vann þrjú mót á Nordic League mótaröðinni, varð Íslandsmeistari karla en með árangri hans þá tryggði hann sér einnig þátttökurétt á Áskorendamótaröð Evrópu.

Sýnt er beint frá valinu í kvöld klukkan 19:40 á Rúv.

Sigmundur Einar

No Comments

Post a Comment