Guðrún Brá Björgvinsdóttir er í góðri stöðu á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð kvenna. Mótið er spilað á Spáni og hefur hún leikið tvo hringi af fimm. Hún er sem stendur í fjórða sæti en hún hefur spilað á 73 og 69 höggum. Hún hefur fengið átta fugla, fjóra skolla og einn tvöfaldan skolla. Guðrún Brá er á -2 höggum undir pari eftir þessa hringi.

Það eru spilaðir fimm hringir en það er niðurskurður eftir 4 hringi. Að fimm hringjum loknum fá fimm efstu keppnisrétt í flokki 5c. Sæti 6-20 fá sæti í 8a en 21-60 eru svo í flokki 9c.

Það er mikil spenna framundan hjá Guðrúnu en við sendum henni sterka strauma til Spánar.

Hér er hægt að skoða stöðuna í mótinu.