Guðrún Brá mun spila á Evrópumótaröðinni 2020 eftir frábæra frammistöðu á úrtökumótinu. Í dag spilaði Guðrún Brá lokahringinn á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð Kvenna. Guðrún spilaði fínt golf í mótinu lauk leik á +3 höggum yfir pari á fimm hringjum. Hún spilaði lokahringinn á 75 höggum og endaði jöfn í 10 til 19 sæti.
Með þessari frammistöðu tryggði hún sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni í ár og mun hún spila með Valdísi Þóru á mótaröðinni.

Hún fékk tíu fugla, níu skolla og tvo tvöfalda skolla í mótinu.

Hér er hægt að skoða lokastöðuna á mótinu.