Guðmundur Ágúst er að keppa á Dimension Data Pro/Am í Suður Afríku  en mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Hann spilaði fyrstu tvo hringina á pari vallanna og er sem stendur er hann í 116 sæti en fyrri hringinn spilaði hann á 74 og annan á 70. Hann spilar þriðja hringinn á morgun en mótið er spilað á þremur mismunandi völlum sem gerir það að verkum að niðurskurðurinn er eftir þrjá hringi. Hann hefur fengið sex fugla og sex skolla á þessum tveimur hringjum.

Hann byrjar að spila þriðja hringinn klukkan 6:53 á íslenskum tíma.