Valdís Þóra og Guðrún Brá spiluðu báðar á Women’s NSW Open en það er hluti af evrópumótaröð kvenna. Valdís spilaði betur í mótinu en hún endaði í 21 sæti og lauk leik á +2 höggum yfir pari. Hún spilaði hringina á 72,74,72 og 72 höggum. Hún fékk einn örn, tólf fugla, tólf skolla og tvo tvöfalda skolla.

Guðrún Brá komst einnig í gegnum niðurskurðin en hún lauk leik í 68 sæti en hún spilaði hringina fjóra á 22 höggum yfir pari, 77, 72, 81 og 80. Hún fékk fimm fugla, nítján skolla og fjóra tvöfalda skolla.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.