Ólafía Þórunn hefur hafið leik á öðrum hring á Florida’s Natural Charity Classic en það er hluti af Symetra mótaröðinni. Hún spilaði fyrsta hringinn á 72 höggum eða á pari vallarins, en hún fékk þrjá skolla og þrjá fugla á hringnum.

Þetta er fyrsta mótið á árinu á Symetra mótaröðinni en hér er hægt að skoða stöðuna í mótinu.