Valdís og Guðrún Brá spiluðu fyrsta hringinn á Investec SA Women’s Open fyrr í dag en mótið er partur af Evrópumótaröðinni. Guðrún spilaði hringinn á 80 höggum eða á +8 höggum yfir pari en hún fékk tvo fugla, sex skolla og tvo tvöfalda skolla og er hún jöfn í 116 sæti. Valdís hóf leik síðar um daginn en hún spilaði á 72 höggum eða á pari vallarins. Hún fékk þrjá fugla og þrjá skolla og er hún sem stendur jöfn í 17 sæti.

Hér er hægt að skoða stöðuna í mótinu.