Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Bjarki Pétursson, GKG fögnuðu sigri á Íslandsmótinu í golfi 2020. Mótið fór fram á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Lokadagurinn var æsispennandi. Bjarki Pétursson sigraði á nýju mótsmeti, en hann lék hringina fjóra á -13 samtals og bætti mótsmetið um eitt högg. Þetta er fyrsta sinn sem Bjarki sigrar á Íslandsmótinu í golfi.

Guðrún Brá og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, voru jafnar eftir 72 holur og úrslitin réðust í þriggja holu umspili. Mikil spenna var á lokakaflanum í kvennaflokknum þar sem að Guðrún Brá jafnaði við Ragnhildi á 72. holu. Þetta er í þriðja sinn sem Guðrún Brá sigrar á Íslandsmótinu í golfi og þriðja árið í röð sem hún sigrar.

 

Viðtal við Bjarka

<iframe src=”https://www.facebook.com/plugins/video.php?href=https%3A%2F%2Fwww.facebook.com%2Fgolfaislandi%2Fvideos%2F1212310575785858%2F&show_text=0&width=560″ width=”560″ height=”315″ style=”border:none;overflow:hidden” scrolling=”no” frameborder=”0″ allowTransparency=”true” allowFullScreen=”true”></iframe>
Viðtal við Guðrúnu
<iframe src=”https://www.facebook.com/plugins/video.php?href=https%3A%2F%2Fwww.facebook.com%2Fgolfaislandi%2Fvideos%2F302772994289501%2F&show_text=0&width=560″ width=”560″ height=”315″ style=”border:none;overflow:hidden” scrolling=”no” frameborder=”0″ allowTransparency=”true” allowFullScreen=”true”></iframe>