Forskot afreksjóður úthlutar styrkjum til 6 atvinnukylfinga árið 2020
Haraldur Franklín og Axel eru meðal keppanda á lokamóti Nordic mótaraðarinnar en kylfingar fengu að vita fyrr í þessari viku að þeir sem eru í topp 5 eftir mótið munu fá keppnisrétt á Challenge mótaröðinni en 2017 var regla sett um það að þegar ef kylfingar vinna 3 mót yfir árið telji inn í þessum efstu 5 sætum sem gerði það að verkum að í ár hefðu þetta verið efstu 3 en þar sem þessar fréttir taka út þennan lið þá er orðið öruggt að Haraldur Fanklín er kominn með þátttökurétt æa Challenge mótaröðinni.
Haraldur er í toppbaráttunni á lokamótinu en hann er sem stendur jafn í 5 sæti á -14 höggum undir pari en Axel er jafn í 14 sæti en hann er á -10 höggum undir pari.
Þeir eru komnir á seinni níu holurnar á lokahringnum en hér er hægt að skoða stöðuna.
Axel, Guðmundur og Haraldur eru allir að keppa á Race to Himmerland í Danmörku.
Mótið er það næst síðasta á keppnistímabilinu á Nordic mótaröðinni. Það er mikil spenna um hvort Haraldur Franklín nái að vinna sér inn þáttökurétt á Challenge mótaröðinni. Sem stendur er Haraldur í fjórða sæti stigalistans en hann þarf að vera meðal efstu 5 til þess að vinna sér inn þátttökurétt. Haraldur er að keppa mest við Nicolai Buchwardt Kristensen en hann er jafn Haraldi fyrir lokahringinn.
Haraldur og Guðmundur eru jafnir í 9 sæti á Race to Himmerland en síðasti hringurinn verður spilaður á morgun sunnudag. Þeir eru á -7 höggum undir pari en eru 6 höggum á eftir efsta manni.
Axel er jafn í 28 sæti en hann á -3 höggum undir pari fyrir morgun daginn.
Hér er hægt að fylgjast með stöðunni
Haraldur Franklín er einu höggi á eftir efsta sætinu á Lindbytvätten Masters en hann er á -12 höggum undir pari eftir fyrstu tvo hringina.
Það er einn hringur eftir af mótinu og Haraldur er búinn að fá einn örn, tólf fugla og tvo skolla.
Axel Bóasson komst ekki í gengum niðurskurðinn en hann var 2 höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn.
Haraldur Franklín og Axel eru við keppni á Timberwise Finnish Open en mótið er hluti af Nordic mótaröðinni.
Haraldur spilaði fyrstu tvo hringina á fjórum höggum undir pari en hann er jafn í 10 sæti fyrir lokahringinn. Hann hefur fengið tíu fugla og sex skolla á hringjunum tveimur en hann er á -4 höggum undir pari.
Axel spilaði hringina tvo á +6 höggum yfir pari en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn.
Hér er hægt að skoða stöðuna í mótinu.
Haraldur Frnaklín og Axel Bóasson spiluðu á Esbjerg Open og spilaði Haraldur frábærlega. Haraldur endaði mótið á +1 höggi yfir pari og endaði einn í 3 sæti.
Haraldur fékk einn örn, sjö fugla og tíu skollar á hringjunum þremur. Með þessu þá er Haraldur kominn upp í 6. sætið á stigalista Nordc mótaraðarinnar en efstu 5 sætin gefa sæti á challenge mótaröðinni.
Axel spilaði ágætlega en hann endaði á +12 höggum yfir pari í 32 sæti. Hann fékk sex fugla, tíu skolla, einn tvöfaldan skolla og tvo þrefalda skolla.
Það taka fjórir Forskotskylfingar þátt í Íslandsmótinu í golfi. Mótið er haldið á Grafarholtsvelli og hefst það á fimmtudaginn. Axel og Guðrún Brá eiga titil að verja en mikið er af sterkum kylfingum í mótinu.
Hér er hægt að sjá frétt Stöðvar 2 um mótið.
Hér fyrir neðan má sjá rástíma Forskotskylfinganna.
Axel – 15:30
Guðmundur Ágúst – 15:40
Guðrún Brá 9:40
Haraldur Franklín – 15:30
Haraldur Franklín endaði jafn í 6 sæti á Braviken Open. Hann spilaði á -18 höggum undir pari á þremur hringjum. Það var frábært skor í mótinu og vannst mótið á 23 höggum undir pari.
Haraldur fékk einn örn, tuttugu fugla og fjóra skolla á hringjunum þremur.
Haraldur Franklín er í toppbaráttunni á Braviken Open en hann spilaði fyrstu tvo hringina á -13 höggum undir pari og var jafn í þriðja sæti fyrir lokahringinn. Lokahringurinn hófst í morgun og sem stendur er Haraldur jafn í fjórða sæti. Hann er á -17 höggum undir pari þegar það eru 9 holur eftir af mótinu.
Hér er hægt að skoða stöðuna í mótinu.
Það er sannkallaður Forskots slagur í Svíþjóð þar sem Haraldur Franklín og Axel keppast um sigurinn á Camfil Nordic Championship mótinu en Haraldur Franklín er í efsta sæti á 10 höggum undir pari en hann lék annan hringinn á 3 höggum undir pari. Hann fékk sjö fugla og fjóra skolla á hringnum í dag en hann er með 2 högga forystu á næsta kylfing.
Axel Bóasson flaug upp töfluna í dag þegar hann spilaði á 66 höggum eða á -6 höggum undir pari en hann er á -7 höggum undir par eftir hringina tvo.
Það verður því mikil spenna á lokahringnum en þeir hefja leik um klukkan 8 á íslenskum tíma.