Home/Óflokkað

Guðrún Brá og Bjarki Íslandsmeistarar 2020

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Bjarki Pétursson, GKG fögnuðu sigri á Íslandsmótinu í golfi 2020. Mótið fór fram á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Lokadagurinn var æsispennandi. Bjarki Pétursson sigraði á nýju mótsmeti, en hann lék hringina fjóra á -13 samtals og bætti mótsmetið um eitt högg. Þetta er fyrsta sinn sem Bjarki sigrar á Íslandsmótinu í golfi.

Guðrún Brá og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, voru jafnar eftir 72 holur og úrslitin réðust í þriggja holu umspili. Mikil spenna var á lokakaflanum í kvennaflokknum þar sem að Guðrún Brá jafnaði við Ragnhildi á 72. holu. Þetta er í þriðja sinn sem Guðrún Brá sigrar á Íslandsmótinu í golfi og þriðja árið í röð sem hún sigrar.

Viðtal við Bjarka

Viðtal við Guðrúnu

Haraldur Franklín í efsta sæti – Guðmundur Ágúst í 10 sæti í Danmörku

Haraldur Franklín hefur spilað frábærlega á fyrstu tveimur hringjunum á Thisted Forsikring Championship en hann er á -8 höggum undir pari eftir tvo hringi og er með eins höggs forystu á næsta kylfing.

Haraldur hefur fengið einn örn, sjö fugla og einn skolla á hringjunum tveimur.

Guðmundur Ágúst er einnig með í mótinu en hann var efstur eftir fyrsta hringinn en spilaði annan hringinn á +2 höggi yfir pari en er samtals á -2 höggum undir pari fyrir lokahringinn. Hann hefur fengið níu fugla, fimm skolla og einn tvöfaldan skolla. Guðmundur er jafn í 10 sæti fyrir lokahringinn.

Axel er einnig að taka þátt í mótinu en hann spilaði hringina tvo á +8 höggum yfir pari en hann var á niðurskurðarlínunni. Hann hefur fengið fimm fugla, átta skolla, einn tvöfaldan skolla og einn þrefaldan skolla í mótinu.

Hér er hægt að skoða stöðuna í mótinu. 

Hvernig var helgin hjá Forskots-kylfingunum?

Hér er hægt að sjá hvernig Forskots kylfingunum  gekk um helgina.

 

Guðmundur Ágúst endaði í topp 20 í Finnlandi

Ólafía Þórunn spilaði hringina tvo á pari í Portland

 

Axel komst ekki í gegnum niðurskurðinn í Frakklandi

 

Guðrún Brá komst ekki í gegnum niðurskurðinn í Svíþjóð

 

Birgir Leifur hætti keppni vegna meiðsla

Ólafía komst ekki í gengum niðurskurðinn á KPMG Womens PGA mótinu

Ólafía Þórunn spilaði á KPMG Womens PGA Championship mótinu um helgina en mótið er eitt af fimm stórmótunum hjá konunum. Ólafía spilaði fyrsta hringinn á 73 höggum og síðari hringinn á 75 höggum. Hún endaði því á +4 höggum yfir pari en niðurskurðurinn var við +3 yfir pari.

Hún fékk fimm fugla og níu skolla á hringjunum tveimur.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu. 

Birgir Leifur byrjaður á þriðja hring á BMW mótinu í Þýskalandi

Birgir Leifur hefur lokið tveimur hringjum á BMW mótinu í Þýskalandi. Hann spilaði fyrstu tvo hringina á 74 og 73 höggum og var á +3 eftir tvo hringi.

Hann er byrjaður á þriðja hring þegar þetta er skrifað en hann á -1 í dag eftir tvær holur og samtals á +2 og jafn í 41 sæti.

Hér er hægt að fylgjast með stöðunni. 

Ólafía Þórunn með frábæran hring á Kia Classic

Ólafía Þórunn spilaði frábærlega á þriðja hring en hún lék á -4 höggum undir pari eða 68 höggum. Hún fór upp í 35 sæti með þessum hring.
Hún fékk átta fugla og fjóra skolla á hringnum en þar af fékk hún fimm fugla á sex holum á fyrri níu holunum.

Seinasti hringurinn hefst í dag en hún hefur leik klukkan 17:55 á íslenskum tíma.

Hér er hægt að sjá stöðuna á mótinu. 

Guðmundur Ágúst keppir meðal þeirra bestu í Evrópu

Guðmundur Ágúst vann sér inn keppnisrétt á Nordea Masters sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Mótið er spilað í Malmö og er spilað á hinum fræga velli Barsebäck G&CC. Mótið er spilað daganna 1 – 4 júní.

Guðmundur spilaði á 68 höggum eða á 5 höggum undir pari vallarins. Hann fékk sex fugla og einn skolla á hringnum.

Andri, Axel og Haraldur spiluðu einnig í úrtökumótinu en komust ekki áfram.

Andri spilaði á 72 eða á einum undir par, Axel spilaði á tveimur yfir pari eða á 75 höggum og Haraldur spilaði á fjórum höggum yfir pari eða á 77 höggum.

Hér er lokastaðan í úrtökumótinu. 

Ólafía komst ekki í gegnum seinni niðurskurðinn

Því miður komst Ólafía ekki í gengum seinni niðurskurðinn á Volunteers of America mótinu sem spilað er í Texas. Hún spilaði hringina þrjá á 74, 67, og 79 höggum.

Hún lék ekki vel á þriðja hringnum en hún fékk ein fugl, tvo skolla, tvo tvöfalda skolla og einn þrefaldan skolla.

Hún endaði jöfn í 65 sæti en þess má geta að hún var jöfn Önnu Norquist sem hefur unnið sjö sinnum á mótaröðinni.

Hér er hægt að skoða lokastöðuna í mótinu. 

Go to Top