Home/Óflokkað

Valdís Þóra á leiðinni til Ástralíu

Valdís Þóra lagði í dag af stað til Ástralíu. Hún keppir á sínu fyrsta móti á í næstu viku. Mótið hefst 9 febrúar á 13th Beach Golf Links.

Þess má geta að það eru nokkrar frá LPGA mótaröðinni að keppa í þessu móti en LPGA spilar síðan í vikunni á eftir einnig í Ástralíu.

Þar má nefna Lauru Davis em er öllum kunn, síðan er Melissa Reid og Aditi Ashok en þær voru með Ólafíu Þórunni í viðtalsþætti á The Golf Channel fyrir um tveimur vikum.

Hér er hægt að sjá lista með þátttakendum.

Þórður á -1 eftir 9 holur í Austurríki

Þórður Rafn er hálfnaður með fyrsta hringinn á  St. Pölten Pro Golf Tour  og er hann á einu höggi undir pari. Hann fékk tvo fugla og einn skola á fyrri 9 holunum. Þetta er síðasta mótið hans í Austuríki þessari törn og en það eru spilaðir 3 hringir í mótinu.

“Síðustu vikur hafa verið erfiðar. Í tveimur síðustu mótum hefur golfið verið lélegt (biðst afsökunar á engu update-i varðandi síðasta mót en slæmt internet hafði áhrif á það) en vonandi nær maður að klára þessa törn almennilega með að spila eins og maður í þessu móti. Síðustu daga hef ég verið að reyna að komast á réttu brautina hvað varðar sveifluna og púttstrokuna svo að ég geti einbeitt mér að því að skora völlinn.
Völlurinn er í ágætis standi. Brautirnar eru góðar en flatirnar eru hægar. Mikil viðbrigði eftir að hafs púttið á mjög hröðum flötum síðustu tvö mót. Á Íslandi myndu þessar flatir teljast góðar þannig að ég kvarta ekki.” sagði Þórður á facebook síðu sinni. 

 

Hér er hægt að fylgjast með stöðu mála í mótinu. 

Ólafía Þórunn er mætt til Sviss

Ólafía Þórunn hefur leik á fimmtudaginn í ASGI Ladies Open á LET Access mótaröðinni.

Ólafía hafðu nokkur orð um aðstæður í Sviss á Facebook síðu sinni. “Veðrið í Sviss er svo sannarlega undarlegt þennan apríl. Það var svo mikill snjór í gær að það mátti ekki fara útá völlinn. Í dag var snjórinn svo farinn, en hver veit hvað gerist í nótt 😉 Ég spilaði 18 holur í dag til vonar og vara ef það er ekki hægt að spila á morgun æfingahring. Svo er eitthvað í andrúmsloftinu hérna í Sviss, því ég er bara orðin lasin, alveg eins og í fyrra þegar ég mætti á svæðið. Þannig að ég ætla bara að spila með engar væntingar, geri mitt besta og verð vonandi orðin 100% fyrir Marokkó, fyrsta Evrópumótið!! ”

Það verður gaman að sjá hvernig gengur í Sviss en Ólafía endaði í 16 sæti í fyrsta mótinu sem leikið var í Frakklandi fyrr í mánuðinum.

Við munum að sjálfsögðu fylgjast vel með gangi mála hjá Ólafíu.

Hér er hægt að sjá upplýsingar um mótið hjá Ólafíu.

Ekki tókst það í þetta skiptið

Valdís og Ólafía náðu ekki að komast í gengum úrtökumót13072979_10207547001011400_961693970_o fyrir US Open. Ólafía spilaði á 77 og 74 höggum eða á 7 höggum yfir pari. Valdís lék á 75 og 78 höggum eða á 9 höggum yfir pari.

Jade Schaeffer spilaði best en hún var á 5 höggum undir pari. Stelpurnar hefðu þurft að spila á 3 höggum undir pari til þess að komast inn á mótið. Þarna voru margar af bestu kvennkylfingum Evrópu og frábært fyrir stelpurnar að etja kappi við þær.

Næst á dagskrá hjá þeim er úrtökumót fyrir Evian Championship sem er eina risa mót kvennkylfinga í Evrópu. Mótið hefst á 31 maí og spila þær  2 hringi og komast efstu tvö sætin inn á mótið.

 

 

 

Valdís og Ólafía taka þátt í útökumóti fyrir US Open

Valdís og Ólafía hófu leik í morgun á úrtökumóti fyrir US Open.

Íslandsmótið í höggleik. Golf, sumar 2014, GKG, Leirdalsvöllur. Valdís Þóra Jónsdóttir Íslandsmót

Íslandsmótið í höggleik. Golf, sumar 2014, GKG, Leirdalsvöllur. Valdís Þóra Jónsdóttir 

Úrtökumótið er spilað rétt fyrir utan London á velli sem heitir  Buckinghamshire Golf Club. Spilaðar eru 36 holur í dag og komast efstu 5 kylfingarnir áfram í US Open sem leikið er í CordeValle in San Martin, California um miðjan júlí.

Bæði Valdís og Ólafía byrjuðu snemma í morgun og hefur Valdís klárað fyrstu 9 holur dagsins og var hún á 2 höggum yfir pari. Ólafía er einnig búin með fyrri 9 holurnar en hún er á 3 höggum yfir pari.

Vonandi að byrjunin  hafi verið erfið en eftirleikurinn verði betri og stelpurnar vinni sér inn þátttökurétt á einu af stærstu mótum ársins í kvennagolfi.

Hér má sjá stöðuna í mótinu

Úrslit helgarinnar hjá Forskotskylfingunum

Allir Forskotskylfingarnir kepptu á Íslandsmótinu þessa helgina en mótið var haldið á Akureyri.

Í kvennaflokki léku þær Ólafía Þórunn og Valdís, þær enduðu efstu tveimur sætunum.

  1. Ólafía Þórunn – 273 högg -11 högg undir pari
  2. Valdís Þóra – 275 högg -9 högg undir pari

Í karlaflokki léku Axel, Birgir Leifur og Þórður Rafn

1.Birgir Leifur – 276 höggum -8 högg undir pari

2.Axel Bóasson – 277 höggum – 7 högg undir pari

4. Þórður Rafn – 278 höggum – 6 högg undir pari

 

Frábær spilamennska hjá okkar fólki en við óskum Birgi Leif og Ólafíu til hamingju með sigurinn.

Axel keppti á Jyske Bank PGA Championship

Axel spilaði um helgina á Jyske Bank PGA Championship í Danmörku. Hann spilaði á 79 og 72 höggum og var 3 höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn.

“Í gær eyddi ég afmælisdeginum í að keppa í Jyske Bank PGA Championship í Danmörku,ég komst ekki i gegnum niðurskurðinn en ég spilaði á einum flottasta velli í Danmerku, Silkeborg Golfklub. Stuttaspilið hjá mér var ekki alveg til staðar og var ég að tapa of mikið af höggum á grínunum þannig það er smá vinna framundan. Ég mun nýta næstu daga við undirbúning fyrir næsta mót sem er í Svíþjóð þann 9-11 júní” Sagði Axel eftir mótið á Facebook síðu sinni.

Hér má sjá myndband sem Axel var einnig með á Facebook síðu sinni.

Valdís hefur lokið leik í Norroporten Ladies Open

 

Valdís spilaði ágætlega í Norrporten Ladies  open sem var spilað á Sundsvall Golf Club í Svíþjóð.

Hún endaði jöfn í 22 sæti eftir að hafa spilaði á 72,73,73 eða 5 höggum yfir pari. Fyrir þetta fær hún 672 evrur.

Hér fyrir neðan má sjá facebook færslu Valdísar eftir mótið.

 

 

Hér eru lokaúrslitin í mótinu. 

Go to Top