Home/Valdís Þóra

Valdís Þóra einu höggi frá efsta sætinu

Valdís Þóra er þessa stundina í toppbaráttunni á South African Women’s Open en mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna en hún er sem stendur á -4 höggum undir pari og einungis einu höggi á eftir efsta sætinu. Hefur hún spilað 10 holur í dag og er á 2 höggum undir pari í dag.

Guðrún Brá var einnig meðal þátttakenda en hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Hér er hægt að skoða stöðuna. 

Valdís og Guðrún í Suður Afríku

Valdís og Guðrún Brá spiluðu fyrsta hringinn á Investec SA Women’s Open fyrr í dag en mótið er partur af Evrópumótaröðinni. Guðrún spilaði hringinn á 80 höggum eða á +8 höggum yfir pari en hún fékk tvo fugla, sex skolla og tvo tvöfalda skolla og er hún jöfn í 116 sæti. Valdís hóf leik síðar um daginn en hún spilaði á 72 höggum eða á pari vallarins. Hún fékk þrjá fugla og þrjá skolla og er hún sem stendur jöfn í 17 sæti.

Hér er hægt að skoða stöðuna í mótinu. 

Valdís og Guðrún Brá á Women’s NSW Open

Valdís Þóra og Guðrún Brá spiluðu báðar á Women’s NSW Open en það er hluti af evrópumótaröð kvenna. Valdís spilaði betur í mótinu en hún endaði í 21 sæti og lauk leik á +2 höggum yfir pari. Hún spilaði hringina á 72,74,72 og 72 höggum. Hún fékk einn örn, tólf fugla, tólf skolla og tvo tvöfalda skolla.

Guðrún Brá komst einnig í gegnum niðurskurðin en hún lauk leik í 68 sæti en hún spilaði hringina fjóra á 22 höggum yfir pari, 77, 72, 81 og 80. Hún fékk fimm fugla, nítján skolla og fjóra tvöfalda skolla.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu. 

Forskot afreksjóður úthlutar styrkjum til 6 atvinnukylfinga árið 2020

Forskot afreksjóður úthlutar styrkjum til 6 atvinnukylfinga árið 2020

 

Nú hefur verið lokið við úthlutun úr Forskot afrekssjóð kylfinga vegna ársins 2020. Alls fá munu 6 atvinnukylfingar fá styrk úr sjóðnum á árinu 2020 og er þetta 9 árið í röð þar sem íslenskir afrekskylfingar fá úthlutað úr sjóðnum en Forskot afrekssjóður var stofnaður um mitt ár 2012 og þann 14. júní það sama ár var í fyrsta sinn úthlutað úr sjóðnum. Að sjóðnum standa fyrirtækin Eimskip, Valitor, Íslandsbanki, Icelandair Group, Vörður tryggingar, Bláa Lónið og Golfsamband Íslands.
Frá því að Forskot afrekssjóður var settur á laggirnar hefur slagkrafturinn hjá íslenskum atvinnukylfingum verið enn meiri en áður og samtakamáttur þeirra aðila sem koma að sjóðnum fleytt okkar bestu kylfingum áfram inn á nýjar brautir. Ríkar kröfur eru gerðar til þessara íþróttamanna um ráðstöfun styrkjanna. Ber þeim að leggja fram æfinga- og keppnisáætlanir auk fjárhagsáætlunar fyrir verkefni sín auk þess sem gerðir eru sérstakir samningar við hvern afrekskylfing um að þeir virði reglur Íþrótta- og Ólympíuhreyfingarinnar. Þeir kylfingar sem fá úthlutað úr Forskoti afrekssjóði eru sterkar fyrirmyndir. Það að eiga afreksmenn í íþróttum er stór og mikilvægur þáttur í því að fá börn og unglinga til að sinna íþróttum. Því er litið á sjóðinn sem mikilvægt skref til að efla íþróttir barna og unglinga og hvetja þau til dáða.
 Aðstandendur sjóðsins eru virkilega ánægð með hvernig íslenskt afreksgolf hefur verið í stöðugri framför frá stofnun sjóðsins. Sjóðurinn hefur frá upphafi haft það að markmiði að styðja við þá atvinnukylfinga sem stefna á að komast í fremstu röð í golfíþróttinni og eru að stíga sín fyrstu skref í þá átt. Einn fulltrúi frá þeim fyrirtækjum sem aðild eiga að Forskoti er í stjórn sjóðsins og auk þess hefur stjórn sjóðsins sér til ráðgjafar fagteymi sem gerir tillögur um úthlutanir úr sjóðnum.
Kylfingar sem hljóta styrki vegna ársins 2020 eru eftirtaldir
Bjarki Pétursson, Golfklúbbnum Kiðjabergi,
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Golfklúbbi Reykjavíkur,
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Golfklúbbnum Keili,
Haraldur Franklín Magnús, Golfklúbbi Reykjavíkur,
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur,
Valdís Þóra Jónsdóttir, Golfklúbbnum Leyni
Bjarki Pétursson er fæddur 1994.  Bjarki gerðist atvinnumaður á 2019. Hann
komst inn á lokastig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina  2019 og náði að tryggja sér
þátttökurétt á Nordic Tour á árinu 2020.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson er fæddur árið 1992. Guðmundur gerðist
atvinnukylfingur árið 2017 eftir að hafa náð góðum árangri í bandaríska
háskólagolfinu og er með fullan þátttökurétt á Áskorendamótaröð Evrópu á árinu 2020 eftir að
hafa sigrað þríveigis á síðasta ári á Nordic Tour mótaröðinni.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, er fædd árið 1994. Guðrún er með fullan keppnisrétt á
LET Access mótaröðinni sem er næst sterkasta atvinnumótaröð Evrópu. Og mun gera atlögu að
Evrópumótaröðinni í úrtökumóti nú í janúar.
Haraldur Franklín Magnús er fæddur árið 1991. Haraldur gerðist atvinnukylfingur
árið 2017 og lék á Nordic Tour mótaröðinni þar sem hann endaði í fjórða sæti í fyrra og
með þeim árangri tryggði hann sér fullan þátttökurétt á Áskorendamótaröð Evrópu.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, er fædd árið 1992. Ólafía er með takmarkaðan
keppnisrétt á LPGA mótaröðinni, sterkustu atvinnumótaröð veraldar á þessu
tímabili. Ólafía er með keppnisrétt á Symetra mótaröðinni í Bandaríkjunum sem
er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða þar í landi.
Valdís Þóra Jónsdóttir, er fædd árið 1989, leikur hún á sterkustu
atvinnumótaröð Evrópu, LET Evrópumótaröðinni. Þetta er fjórða tímabil Valdísar
á þessari mótaröð og er þar með nánast ótakmarkaðan keppnisrétt.

 

Við óskum þessum frábæru afrekskylfingum alls hins besta á árinu 2020 um leið og við þökkum þeim frábæru fyrirtækjum sem styðja okkar fremstu afrekskylfinga  í gegnum sjóðinn.

Keppnistímabilinu lokið hjá Valdísi

Valdís Þóra spilaði lokahringinn á Magical Kenya mótinu en mótið var lokamótið á árinu á Evrópumótaröð kvenna. Valdís spilaði lokahringinn á 77 höggum og endaði á +8 höggum yfir pari og lauk hún leik í 50 sæti á þessu lokamóti. Hringirnir hennar í þessu móti voru 76,74,69 og 77.

Valdís endaði árið í 71 sæti á LET mótaröðinni. Hennar besti árangur er 5 sætið í Nýja Sjálandi.

Valdís flaug í gegnum úrtökumótið fyrir LPGA

Valdís Þóra spilaði jafnt og gott golf á fyrsta stigi úrtökumótsins fyrir LPGA. Hún spilaði hringina 4 á -1 höggi undir pari. Hún lék loka hringinn á pari með frábærri spilamennsku á seinni 9 holunum. Hún komst örugglega áfram en hún var sex höggum fyrir innan niðurskurðinn fyrir annað stigið.

Valdís fékk ellefu fugla, átta skolla og einn tvöfaldan skolla á hringjunum fjórum.

Annað stigið er spilað um miðjan október en þangað til mun hún spila í Frakklandi en það hefst 19 september.

 

Guðrún og Valdís spila á Spáni

Guðrún Brá og Valdís Þóra eru að spila á Evrópumótaröðinni en mótið er spilað á Spáni. Þær eru að spila á Sotogrande vellinum sem er með þeim betri á Spáni.

Guðrún Brá spilaði á +2 höggum yfir pari eða á 74 höggum en hún fékk fjóra fugla, fjóra skolla og einn tvöfaldan skolla. Hún er jöfn í 46 sæti eftir hringinn.

Valdís Þóra spilaði hringinn á  78 höggum eða á +6 höggum yfir pari. Hún fékk sex skolla á hringnum og er jöfn í 102 sæti.

Hér er hægt að sjá stöðuna eftir fyrsta hringinn. 

Valdís Þóra með frábæran lokahring í Dubai

Valdís Þóra spilaði á 68 höggum á lokahringnum á Omega Dubai Moonlight Classic mótinu en það var spilað í Dubai. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.

Hún spilaði hringina þrjá á 3 höggum yfir pari og endaði jöfn í 29 sæti en hún fór upp um 20 sæti með þessum frábæra hring. Valdís fékk 11 fugla, 12 skolla og einn tvöfaldan skolla.

Valdís fékk engan skolla á hringnum en hún nefnir í pistli eftir mótið að það hafi verið nóg af tækifærum sem hún hefði getað notað betur.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Go to Top