Kylfingar

Styrkþegar 2019

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR:

Ólafía Þórunn, sem er 27 ára gömul, tryggði sér keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð kvenna, LPGA, í desember s.l. á lokaúrtökumótinu sem fram fór Bandaríkjunum.  Þar endaði hún í öðru sæti. Ólafía Þórunn lék á LET Evrópumótaröðinni á síðasta tímabili og var það annað tímabil hennar sem atvinnukylfingur. Hún er fyrsti íslenski kylfingurinn sem nær að tryggja sér keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð í heimi, LPGA. Ólafía var önnur í röðinni hjá íslenskum konum sem hafa tryggt sér keppnisrétt á mótaröð þeirra bestu í Evrópu en það gerði hún árið 2015.  Ólöf María Jónsdóttir náði þeim árangri haustið 2004. Ólafía Þórunn hefur þrívegis fagnað Íslandsmeistaratitlinum í golfi, 2011, 2014, 2016. 

 

 

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL: 18/12/2016 Ladies European Tour 2016: Lalla Aicha Tour School, Samanah Country Club, Marrakech, Morocco. 17-21 December. Valdis Thora Jonsdottir of Iceland during the second round. Credit: Tristan Jones

Valdís Þóra tryggði sér keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni í desember s.l. og varð í öðru sæti á lokaúrtökumótinu í Marokkó. Valdís er að hefja sitt fyrsta ár á LET Evrópumótaröðinni en hún hefur leikið í þrjú tímabil á LET Access mótaröðinni í Evrópu.  Valdís Þóra, sem er 30 ára gömul, hefur tvívegis staðið uppi sem sigurvegari á Íslandsmótinu í golfi, 2009 og 2012. 

 

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK:

Guðrún Brá sem er 25 ára er á sínu fyrsta tímabili á LET Access mótaröðinni í Evrópu. Hún gerðist atvinnukylfingur haustið 2017 eftir farsælan feril með íslenska landsliðinu. Árangur hennar á Evrópumóti einstaklinga, þar sem hún endaði í fjórða sæti, er einn sá besti sem íslenskur kylfingur hefur náð. Guðrún Brá fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli á Eimskipsmótaröðinni 2018 og hún hefur einu sinni sigrað á Íslandsmótinu í holukeppni.

 

Axel Bóasson, GK:

Axel Bóasson er með keppnisrétt á Nordic League atvinnumótaröðinni. Axel er á sínu öðru ári sem atvinnukylfingur en hann verður 29 ára gamall í maí á þessu ári. Axel varð stigameistari á Eimskipsmótaröðinni 2016 og hefur einu sinni fagnað Íslandsmeistaratitlinum árið 2011. 

 

 

HaraldurIMG_0975

Haraldur Franklín Magnús, GR:

Haraldur, sem er 28 ára gamall,  er á sínu fyrsta ári sem atvinnukylfingur en hann lauk námi frá Louisiana-Lafayette háskólanum í Bandaríkjunum árið 2016. Árangur hans á háskólamótunum var með því besta sem íslenskur kylfingur hefur afrekað. Haraldur Franklín hefur einu sinni fagnað Íslandsmeistaratitlinum en það gerði hann árið 2012. Haraldur Franklín er með keppnisrétt Nordic League atvinnumótaröðinni á þessu tímabili. 

 

 

 

GudmundurIMG_0973

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR: 

Guðmundur Ágúst, sem er 27 ára gamall, lauk námi frá East Tenessee State í Bandaríkjunum árið 2016. Hann náði að komast í lokamót NCAA árið 2015 og árangur hans á háskólaferlinum er með því besta sem íslenskur kylfingur hefur náð. Guðmundur er ekki með keppnisrétt á atvinnumótaröð á þessu ári en mun nýta þau tækifæri sem gefast á atvinnumótaröðum víðsvegar um Evrópu á árinu 2017. 

Fyrri styrkþegar

2018

Andri Þór Björnsson
Axel Bóasson
Birgir Leifur Hafþórsson
Haraldur Franklín Magnús
Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Guðrún brá Björgvinsdóttir
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Valdís Þóra Jónsdóttir

 

2017

Andri Þór Björnsson
Axel Bóasson
Birgir Leifur Hafþórsson
Haraldur Franklín Magnús
Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Valdís Þóra Jónsdóttir

 

 

2016

Axel Bóasson
Birgir Leifur Hafþórsson
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Valdís Þóra Jónsdóttir
Þórður Rafn Gissurarson

2015

Axel Bóasson
Birgir Leifur Hafþórsson
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ólafur Björn Loftsson
Valdís Þóra Jónsdóttir
Þórður Rafn Gissurarson

2014
Birgir Leifur Hafþórsson
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ólafur Björn Loftsson
Valdís Þóra Jónsdóttir
Axel Bóasson
Kristján Þór Einarsson

2013
Birgir Leifur Hafþórsson
Ólafur Björn Loftsson
Þórður Rafn Gissurarson
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Axel Bóasson
Einar Haukur Óskarsson

2012
Birgir Leifur Hafþórsson
Tinna Jóhannsdóttir
Stefán Már Stefánsson
Ólafur Björn Loftsson
Þórður Rafn Gissurarson