Um sjóðinn

Um Forskot

Forskot, afrekssjóður íslenskra kylfinga, var stofnaður með það að markmiði að styðja við þá kylfinga, atvinnumenn sem og áhugamenn, sem stefna á að komast í fremstu röð í golfíþróttinni. Sjóðurinn var settur á laggirnar þann 12. júlí 2012 af Eimskip, Valitor, Golfsambandi Íslands, Íslandsbanka og Icelandair Group.

um_forskotEinn fulltrúi frá hverjum stofnaðila er í stjórn sjóðsins og auk þess hefur stjórn sér til ráðgjafar fagteymi sem gerir tillögur um úthlutanir úr sjóðnum. Miklar kröfur eru gerðar til kylfingana og ber þeim að leggja fram æfinga- og keppnisáætlanir auk fjárhagsáætlunar fyrir verkefni sín. Forskot úthlutar styrki úr sjóðnum á hverju sumri.

Í mars 2016 bættist svo Vörður tryggingar í hópinn og Blue Lagoon bættist við í febrúar 2017 og eru þau til viðbótar við þau fyrirtæki sem stofnuðu sjóðinn árið 2012.

Stjórn

Kristín Hrönn Guðmundsdóttir Íslandsbanka, Formaður
Steinunn Hlíf Sigurðardóttir  Vörður tryggingar, ritari
Sigurhans Vignir Valitor
Matthías Matthíasson Eimskipafélagi Íslands
Bogi Nils Bogason Icelandair Group,
Brynjar Eldon Geirsson  Golfsambandi Íslands
Már Másson  Blue Lagoon

 

Fagráð Forskots

Jón Steindór Árnason formaður landsliðsnefndar
Sigurpáll Geir Sveinsson  Formaður IPGA
Gregor Brodie  Afreksstjóri GSÍ
Dr. Hafrún Kristjánsdóttir Dósent og sviðsstjóri íþróttafræðisviðs Háskólans í Reykjavík